Hi! I am Pétur Jónsson.

You probably aren't. I run Medialux Music Productions in Reykjavík, Iceland. We make music and sounds to your ears.

 

Lag eftir Pétur S. Jónsson, Texti eftir Sigtrygg Baldursson og Pétur S. Jónsson
Þér er velkomið að hlaða laginu niður til útvortis notkunar.
© 2013 Medialux Music Productions


BÓGÓ
Hver er, Flottust inn á feisbúkk, 
topp næs, fimmtánhundruð læk
það er verst,  þú misskilur málið
statusarnir eru að verða að svakalegum kæk.

LÓLÓ
En þú, lærðu nú að tvíta
þér fer bara ekkert mikið fram
reyndu að komast niðrí kjörþyngd
ekkert nema matarmyndir inná instagram.

BÓGÓ
Allir sjá að
allt sem þú getur
án þess að reyna
það geri ég betur
Hannaður til að vera númer eitt
án þess að reyna neitt.

LÓLÓ
Þú ert af veikara kyni
staðreynd sem auðvelt er að sjá
En ekki er það þér að kenna
þó að þú sért fæddur með allt skrallið utaná.

BÓGÓ
Þér ferst, því greindasta stelpa
kann ekki að hugsa á við strák
Ef þið, eruð svona klárar
útskýrðu þá af hverju þið keppið sér í skák.

LÓLÓ
Allir sjá að
að allt sem þú getur
án þess að reyna
það geri ég betur
Karlmenn geta engu um þá staðreynd breytt
Að konur eru númer eitt.

BÆÐI
Já, allir sjá að
að allt sem þú getur
án þess að reyna
það geri ég betur
Sýndu nú í verki þennan mikla kraft, og hættu að rífa kjaft.

Performed by Sigtryggur Baldursson & Sigríður Thorlacius, Music performed by Pétur S. Jónsson, mixed by Addi 800 at Room 313, mastered by Finnur Hákonarson.
More info here: http://bit.ly/120u9Nh